14. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 142. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8–10, miðvikudaginn 11. september 2013 kl. 09:05


Mættir:

Frosti Sigurjónsson (FSigurj) formaður, kl. 10:05
Pétur H. Blöndal (PHB) 1. varaformaður, kl. 10:07
Willum Þór Þórsson (WÞÞ) 2. varaformaður, kl. 10:05
Árni Páll Árnason (ÁPÁ), kl. 10:05
Guðmundur Steingrímsson (GStein), kl. 10:05
Jón Þór Ólafsson (JÞÓ), kl. 10:05
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS), kl. 10:05
Ragnheiður Ríkharðsdóttir (RR), kl. 10:07
Steingrímur J. Sigfússon (SJS), kl. 10:05
Vilhjálmur Bjarnason (VilB), kl. 10:05

Nefndarritari: Benedikt S. Benediktsson

Bókað:

1) Málefni Dróma hf. Kl. 10:05
Á fund nefndarinnar komu Jane María Sigurðardóttir, Sveinn Margeirsson, Guðrún B. Vilhjálmsdóttir, Guðjón. G. Daníelsson og Ágústa Hauksdóttir frá hópnum Samstaða gegn Dróma. Gestirnir kynntu nefndinni starf hópsins og dæmi um starfhætti Dróma hf. Að því loknu svöruðu gestirnir spurningum nefndarmanna.
Nefndin ræddi málið.

2) Önnur mál Kl. 11:38
FSigurj kynnti nefndarmönnum hugmynd að þingmáli.

Fundi slitið kl. 11:45